fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Fókus

Sigur fyrir sjálfsmyndina – Ný íslensk heimildarmynd um íslensku keppendurna á Special Olympics

Fókus
Sunnudaginn 28. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíó Paradís frumsýnir á miðvikudag heimildarmyndina Sigur fyrir sjálfsmyndina. Myndin greinir frá þátttöku fimm íslenskra íþróttamanna á Heimsleikum Special Olympics á Ítalíu fyrr á þessu ári.

Myndin veitir innsýn inn í undirbúning, keppnina sjálfa og þá mannúð og virðingu sem einkennir starf Special Olympics samtakanna.

Höfundur myndarinnar, Magnús Orri Arnarsson, keppti sjálfur á leikunum í abu Dhabi árið 2019 og hefur síðan helgað sig kvikmyndagerð. Þetta er fyrsta heimildarmynd Magnúsar Orra.

Myndin gefur góða innsýn í starf Special Olympics samtakanna sem stofnuð voru af Eunice Kennedy Shriver árið 1968 og eru í dag með um 6 milljónir iðkenda um allan heim. Starfið byggir á gildum mannúðar, virðingar og jafnra tækifæra. Forsvarsmaður samtakanna í dag er Timothy Kennedy Shriver og Kennedy fjölskyldan er enn virkur bakhjarl í starfi samtakanna.

Íþróttasamband fatlaðra hefur verið umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi frá árinu 1989. Yfir 600 íslenskir keppendur frá aðildarfélögum ÍF hafa fengið tækifæri til þátttöku á vetrar og sumarheimsleikum Special Olympics í fjölmörgum greinum. Ný tækifæri hafa opnast með breyttri skilgreiningu en í  upphafi var miðað við iðkendur með þroskahömlun eða „intellectual disability“. Í dag er viðmið „learning disability“  Sífellt aukin áhersla er á „unified“ þar sem ófatlaðir og fatlaðir æfa og keppa saman í einstaklings og liðagreinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“