Kærastanum brá heldur í brún þegar hann kom heim og sá vegginn og birti Wiktoria myndband af honum grátandi uppi í rúmi á meðan hún spurði af hverju hann væri ennþá þarna.
Viðbrögð Wiktoriu við framhjáhaldinu hafa slegið í gegn hjá netverjum sem finnst gaman að sjá hana hafa látið hann finna fyrir því.
Hún birti myndband af sér fyrir framan öll skjáskotin, en setti tjákn yfir typpamyndirnar sem hann sendi öðrum stelpum.
@wiktoria_fabickatoday my name is karma!!♬ original sound – watchmusicdaily
Wiktoria sagði að það var ekkert sem gaf til kynna að hann væri henni ótrúr. Hún segir að þau hafi búið saman, varið nánast öllum tíma saman og að hann hafi verið duglegur að skrifa henni ástarjátningar. Það hafi því verið mikill skellur þegar hún komst að því að hann hafi allt samband þeirra verið að tala kynferðislega við aðrar konur á netinu.
@wiktoria_fabickaAudio is from a video from July 😗