fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fókus

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Fókus
Föstudaginn 26. september 2025 16:30

Jenna Johnson, Corey Feldman og Charlie Sheen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Corey Feldman segir að hann hafi ekki verið latur að æfa fyrir Dancing With The Stars, heldur hafi hann verið annars hugar vegna umfjöllun fjölmiðla um ósætti hans og leikarans Charlie Sheen.

Fyrr í vikunni var greint frá því að dansfélagi Corey í þáttunum, Jenna Jonson, væri óánægð með hann og henni þætti erfitt að vinna með honum.

Sjá einnig: Drama í DWTS: Erfitt að vinna með leikaranum

Corey og Jenna duttu út úr síðasta þætti, sem var jafnframt annar þáttur þessarar þáttaraðar.

Heimildarmenn Page Six greina frá því að Corey sé frekar bugaður eftir þetta. „En það versta er kjaftasagan um að hann hafi mætt illa og að honum og Jennu hafi komið illa saman. Corey mætti hvern einasta dag og lagði sig allan fram,“ sagði heimildarmaður náinn leikaranum.

Hann sagði einnig að Corey hafi komið vel saman við dansarann.

„Þau urðu frábærir vinir! Hann hlakkar til að hitta son hennar og vera í bandi,“ sagði hann.

Samkvæmt heimildarmanninum hafi Corey verið utan við sig vegna allra fréttanna um hann og Charlie Sheen, en það voru að koma út heimildarþættir um þann síðarnefnda á Netflix sem hafa vakið mikla athygli.

Corey hefur ásakað Charlie Sheen um að hafa nauðgað besta vini sínum, leikaranum Corey Haim, sem lést árið 2010.

Charlie Sheen svaraði ásökununum í Netflix-þáttunum. „Þetta er algjört kjaftaæði. Ég hefði átt að kæra Corey Feldman en ég vildi ekki veita þessum kjána meiri athygli,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gat ekki keypt snakk í friði þegar hann var í Biggest Loser

Gat ekki keypt snakk í friði þegar hann var í Biggest Loser