Fyrr í vikunni var greint frá því að dansfélagi Corey í þáttunum, Jenna Jonson, væri óánægð með hann og henni þætti erfitt að vinna með honum.
Sjá einnig: Drama í DWTS: Erfitt að vinna með leikaranum
Corey og Jenna duttu út úr síðasta þætti, sem var jafnframt annar þáttur þessarar þáttaraðar.
Heimildarmenn Page Six greina frá því að Corey sé frekar bugaður eftir þetta. „En það versta er kjaftasagan um að hann hafi mætt illa og að honum og Jennu hafi komið illa saman. Corey mætti hvern einasta dag og lagði sig allan fram,“ sagði heimildarmaður náinn leikaranum.
Hann sagði einnig að Corey hafi komið vel saman við dansarann.
„Þau urðu frábærir vinir! Hann hlakkar til að hitta son hennar og vera í bandi,“ sagði hann.
Samkvæmt heimildarmanninum hafi Corey verið utan við sig vegna allra fréttanna um hann og Charlie Sheen, en það voru að koma út heimildarþættir um þann síðarnefnda á Netflix sem hafa vakið mikla athygli.
Corey hefur ásakað Charlie Sheen um að hafa nauðgað besta vini sínum, leikaranum Corey Haim, sem lést árið 2010.
Charlie Sheen svaraði ásökununum í Netflix-þáttunum. „Þetta er algjört kjaftaæði. Ég hefði átt að kæra Corey Feldman en ég vildi ekki veita þessum kjána meiri athygli,“ sagði hann.