„Það mun alltaf vera einhver að segja eitthvað neikvætt,“ sagði Brooklyn við Daily Mail í viðtali sem birtist í gær. „En ég á mjög stuðningsríka eiginkonu.“
„Ég og hún, við gerum bara okkar og vinnum okkar vinnu. Og við erum hamingjusöm.“
Brooklyn og Nicola hafa verið gift síðan 2022. Hann sagði þau ekki gefa kjaftasögunum gaum. „Fólk mun alltaf segja eitthvað kjaftæði,“ segir hann.
Þetta er í fyrsta skipti sem Brooklyn tjáir sig um orðróminn um að það sé stirt á milli hans og foreldra hans.
Þetta byrjaði allt sumarið 2022, þá voru háværar sögusagnir á kreiki um að kalt væri á milli Victoriu og Nicolu vegna þess að Nicola hafi neitað að klæðast brúðarkjól sem Victoria hannaði, en sagt er að Nicola hafi ætlað að gera það og síðan skipt um skoðun. Erlendir miðlar greindu frá því að þær „þola ekki hvor aðra og talast ekki við.“
Síðan þá hefur dramað undið upp á sig og var greint frá því í sumar að Brooklyn væri hættur að tala við fjölskyldu sína.
Sjá einnig: Brooklyn Beckham lokar á fjölskylduna og svarar ekki skilaboðum