fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fókus

Krummi sakar tónlistarmann um gervimennsku – „Með yfir 900 þúsund fylgjendur á Instagram en fær 20-30 like á hverja færslu“

Fókus
Fimmtudaginn 25. september 2025 12:00

Krummi. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti tónlistarmaður, Krummi, sem meðal annars er kenndur við hljómsveitina Mínus, segir sorglega þróun eiga sér stað í tónlistarheiminum sem lýsir sér í því að tónlistarmenn reyna að birta falska mynd af velgengni sinni. Sýndarmennska og blekkingar séu í aðalhlutverki en ekki sjálf tónlistin.

Þetta kemur fram í pistli Krumma á Facebook, sem hefur vakið mikla athygli. Hann skrifar:

„Ég veit um manneskju sem hefur byggt heila ímynd á því að setja upp falskar stöðuuppfærslur. Manneskjan póstar „greinum“ sem eiga að vera úr stórum alþjóðlegum tónlistartímaritum, þar sem nýja lag manneskjunar er sagt vera til „umfjöllunar“. En þegar maður skoðar þetta nánar er þetta allt mestmegnis sýndarveruleiki og bara skálduð lygi.

Á sama tíma er manneskjan með yfir 900 þúsund fylgjendur á Instagram en fær um 20–30 like á hverja færslu. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að þetta gengur ekki upp. Annaðhvort eru fylgjendurnir keyptir eða gervinotendur, eflaust bæði. Þetta er orðið klassískt dæmi um hvernig “stórar“ tölur eiga að blekkja fólk en segja í raun ekkert um raunverulegan hæfileika eða gæði listamannsins.“

Krummi segir þetta var afar sorglega þróun í tónlistarheiminum þar sem áherslunni er beint frá sjálfri tónlistinni og að sköpun falskrar ímyndar með fölskum heimildum og keyptu fylgi á samfélagsmiðlum:

„Mér finnst þetta galið og mjög sorgleg þróun í tónlistarheiminum. Í stað þess að einblína á tónlistina sjálfa, þá snýst þetta um að kaupa sér ímynd, plata fólk og reyna að pumpa upp stöðu sem á sér engar rætur í raunveruleikanum. Þetta angrar mig því annað listafólk sem leggja sál sína í sköpunina og fá ekki sömu athygli, einfaldlega af því að þau eru ekki að ljúga sig stærri en þau eru.“

Krummi segir alvarlegt þegar með þessum hætti er vegið að trausti á milli tónlistarmanna og hlustenda hans. Segir hann að marga sem dreymir um frama í tónlistarheiminum ekki vera tilbúna að leggja á sig þá vinnu sem þarf en það sé ekki hægt að stytta sér leið í tónlist:

„Margir dreyma um að ná langt í tónlist, en ekki allir eru tilbúnir að leggja á sig vinnuna sem þarf. Þau vilja sviðsljósið án þess að eyða löngum kvöldum í að semja, æfa endalaust, spila á tónleilum þar sem engin mætir, eða eyða árum í að móta list sína. Sannleikurinn er sá að tónlist verðlaunar ekki styttri leiðir. Þau sem komast áfram eru þau sem leggja inn tímann, standa undir höfnun og halda áfram þegar enginn horfir á. Hæfileikar geta opnað dyrnar, en aðeins erfiði og þrautseigja halda manneskjunni inni í herberginu.“

Fjölmargir hafa brugðist við pistli Krumma, meðal annars útvarpskonan þekkta, Andrea Jónsdóttir, sem ritar þessi ummæli:

„Gott innlegg. Þarft. Takk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á sjötugsaldri missti 43 kíló og gekkst svo undir hnífinn – Netverjar trúðu varla eigin augum

Karlmaður á sjötugsaldri missti 43 kíló og gekkst svo undir hnífinn – Netverjar trúðu varla eigin augum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona heldur Linda Pé sér í formi

Svona heldur Linda Pé sér í formi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lupita og Carmen eru samvaxnir tvíburar – Þetta gerir hún til að dreifa huganum á meðan systirin stundar kynlíf

Lupita og Carmen eru samvaxnir tvíburar – Þetta gerir hún til að dreifa huganum á meðan systirin stundar kynlíf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband: Þórdís Elva og Jann fagna fimm mánuðum saman

Myndband: Þórdís Elva og Jann fagna fimm mánuðum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bonnie Blue slegin utan undir af konu á næturklúbbi

Bonnie Blue slegin utan undir af konu á næturklúbbi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan fékk á baukinn – Sjáðu hvað hún gaf 16 ára dóttur sinni í afmælisgjöf

Leikkonan fékk á baukinn – Sjáðu hvað hún gaf 16 ára dóttur sinni í afmælisgjöf