fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fókus

Only Fans-höfuðborg heimsins: Ástæða þess að Only Fans-stjörnur flykkjast til Dúbaí

Fókus
Föstudaginn 26. september 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa þau sem gert hafa það gott á OnlyFans flust í auknum mæli til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Og virðist þá ekki skipta neinu þótt þar séu í gildi ströng lög gegn klámi og kynferðislegu efni.

Mail Online fjallaði á dögunum um þetta og sagði að fjölmargar breskar OnlyFans-stjörnur hefðu flust til Dúbaí á síðustu árum.

Ein þeirra er Elle Brooke, 27 ára fyrrverandi laganemi, sem er með yfir fjórar milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og áskriftartekjur sem nema tugum milljóna króna á mánuði.

„Þau geta grátið í Ferrari“

Í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan fyrir einhverju síðan sagðist hún þéna „6-7 stafa tölu“ á OnlyFans á hverjum mánuði. „Með laglegu útliti og mikilli vinnu geturðu orðið milljónamæringur,“ sagði hún. Ekki stóð á svarinu þegar hún var spurð að því hvað börnunum hennar, sem hún kynni að eignast í framtíðinni, myndi finnast þegar þau kæmust að því hvað móðir þeirra hefði starfað við. „Þau geta grátið í Ferrari!“

Elle segir að ástæða þess að hún fluttist til Dúbaí sé einföld. „Vegna skattanna. Þeir tóku helminginn af öllu sem ég þénaði en hér er nánast ekkert tekið af mér.“

Í umfjöllun Mail Online segir Jordan Smith, stofnandi breska umboðsfyrirtækisins Rebel, að stór hluti breskra stjarna hafi fylgt fordæmi Brooke.

„Ég myndi áætla að um það bil fjórðungur Breta sem starfa í þessum iðnaði hafi flutt til Persaflóans á síðustu tveimur árum,“ segir hann en Dúbaí liggur við strönd Persaflóa.

„Hvað er skattur?“

Hann segir að þróunin hafi byrjað árið 2023 þegar bresk skattayfirvöld fóru að beina sjónum sínum að áhrifavöldum sem höfðu ekki greitt skatta af tekjum sínum.

Smith segir að margir hafi fengið bréf frá skattyfirvöldum og jafnvel sektir. „Sumir af mínum fyrirsætum spurðu hreinlega: „Hvað er skattur?“ Þegar eitthvað svona gerist, fara menn að leita lausna – og fyrir marga hefur lausnin verið að flytja hingað út. Það hefur breytt allri greininni,“ segir hann í viðtalinu.

Sem fyrr segir eru ströng lög í gildi í Dúbaí sem meðal annars leggja blátt bann við framleiðslu á hvers konar klámi. Smith segir að yfirvöld virðist líta undan svo lengi sem enginn veki of mikla athygli á sér.

Radha Stirling, sem stýrir mannréttindahópnum Detained in Dubai, varar þó við að treysta um of á slíkt. „Áhrifavaldar eru í raunverulegri hættu á lögsóknum samkvæmt þeim ströngu lögum sem eru í gildi þarna,” segir hún og bætir við:

„Efni sem virðist saklaust annars staðar getur leitt til refsiaðgerða í Dubai. Lögunum er framfylgt af handahófi og það ætti enginn að ganga að því vísu að ekkert gerist fyrir hann.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband: Þórdís Elva og Jann fagna fimm mánuðum saman

Myndband: Þórdís Elva og Jann fagna fimm mánuðum saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnablikið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði verið skotinn

Augnablikið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði verið skotinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“