fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fókus

Berta lýsir því hvernig er að vera einhleyp í Reykjavík – Þetta gerist eftir að klukkan verður hálf fjögur um nótt

Fókus
Fimmtudaginn 25. september 2025 09:30

Berta Sigríðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berta Sigríðardóttir lýsir raunum sínum að vera 27 ára einhleyp kona í Reykjavík. Hún skrifaði hreinskilin pistil um málið sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ segir hún.

„Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins.“

Berta segir tilhugalífið minna á lélegt bókunarkerfi og tekur dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“

„„Hook-up“-menningin er feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ segir Berta.

Stefnumótaforrit spyrja einstaklinga við skráningu að hverju þeir séu að leita. Berta segir að enginn svarar heiðarlega og segir að enginn gagnkynhneigður karlmaður sé að leita sér að vinkonu, þrátt fyrir að reyna að halda öðru fram á prófílnum.

„Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp,“ segir hún og bætir við að rangar forsendur séu rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótallífið.

„Svo kemur miðbærinn“

Berta beinir einnig spjótum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ segir hún og heldur áfram:

„Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist.“

Berta er orðin þreytt á því að í hverju einasta boði og barnaafmæli sé hún spurð „hvenær hún ætlar á fast.“

„Uppástungurnar koma jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld – og veit auðvitað best hvernig á að stýra sér í gegnum stefnumótalífið árið 2025,“ segir hún.

Berta veit hvað hún vill og segir að lokum: „Ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“

Lestu pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra
Fókus
Fyrir 2 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tom Holland fluttur á sjúkrahús eftir ljótt slys

Tom Holland fluttur á sjúkrahús eftir ljótt slys
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?