Barcelona hefur náð samkomulagi við Frenkie de Jong um nýjan samning og tekur hollenski leikmaðurinn á sig launalækkun.
Launapakki De Jong síðustu ár hefur verið svakalegur, í gegnum árin gaf De Jong eftir laun sem færðust á síðustu ár af núverandi samningi.
De Jog hefur því haft gríðarlegar tekjur síðustu ár og verið launahæsti leikmaður félagsins.
De Jong er nú að gera nýjan fjögurra ára samning við Barcelona þar sem laun hans lækka verulega.
De Jong er 28 ára gamall og hefur átt góða tíma hjá Barcelona þegar hann hefur verið heill heilsu.