fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fókus

Tárvotur Jimmy Kimmel snýr aftur – Sjáðu myndbandið

Fókus
Miðvikudaginn 24. september 2025 09:15

Jimmy Kimmel. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel sneri aftur í gær, en þátturinn hans var tekinn úr loftinu í viku.

Bandarísk stjórnvöld hótuðu að svipta sjónvarpsstöðina sýningarleyfi vegna ummæla Kimmel um morðið á áhrifavaldinum Charlie Kirk. En Kirk var dyggur stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Disney hefur fengið gríðarlega mikla gagnrýni fyrir að beygja sig fyrir hótunum stjórnvalda. Hefur verið talað um þöggun í því samhengi.

Í yfirlýsingu Disney kom fram að aðeins hafi verið um hlé á útsendingum þáttanna að ræða. Sumar athugasemdirnar hafi verið ótímabærar og ónærgætnar. Eftir samtöl við Kimmel hafi niðurstaðan verið sú að setja þáttinn aftur á dagskrá.

Greint var frá því í síðustu viku að fjölmiðlarisinn Sinclair ætlaðist til þess að Kimmel myndi biðja fjölskyldu Kirk afsökunar og gefa rausnarlega summu til samtaka Kirk, Turning Point, sem Kimmel neitaði að gera.

„Mér finnst ekkert fyndið við það“

Kimmel tjáði sig um ummæli sín í þættinum í gær. „Ég geri mér engar vonir um að breyta skoðunum annarra, en ég vil að eitt sé á kristaltæru, því það skiptir mig máli sem manneskju, er að það var aldrei ætlun mín að gera lítið úr morðinu á ungum manni,“ sagði hann með brostinni rödd. „Mér finnst ekkert fyndið við það.“

„Ég deildi færslu á Instagram daginn sem hann var drepinn þar sem ég sendi fjölskyldu hans kærleik og bað um samkennd og ég meinti það og geri enn. Það var heldur ekki ætlun mín að kenna einhverjum tilteknum hópi um gjörðir einstaklings sem er augljóslega mjög truflaður. Það er þveröfugt við það sem ég var að reyna að segja.“

Horfðu á ræðuna hans í þættinum í gær hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“
Fókus
Í gær

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Friends- stjarna selur íbúð á Manhattan

Friends- stjarna selur íbúð á Manhattan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur tjáir sig um orðræðuna um konur – „Eins og kona á að vera“

Ragnhildur tjáir sig um orðræðuna um konur – „Eins og kona á að vera“