fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fókus

Segir frá ofbeldissambandi

Fókus
Mánudaginn 22. september 2025 13:57

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Reese Witherspoon segir frá því hvernig hún komst úr ofbeldissambandi og afleiðingarnar sem það hafði.

Leikkonan sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti The New York Times, The Interview.

Hún sagði að hún hafi verið mjög ung á þessum tíma.

„Það tók mig smá tíma að finna mig aftur eftir þetta,“ sagði Reese.

„Ég hafði dofnað því ég hélt að allt þetta hræðilega sem hann sagði um mig væri satt. Ég þurfti að endurforrita heilann minn.“

Reese tókst að finna sig á ný en það var áskorun að gera það í sviðsljósinu.

„Það tók mig mjög langan tíma að verða að þeirri konu sem ég er í dag. Það er mjög erfitt að vera opinber persóna,“ segir hún.

Leikkonan hefur áður opnað sig um ofbeldissambandið í viðtali í tímaritinu O, The Oprah Magazine.

Hún sagði ofbeldið hafa verið andlegt og að komast úr þeim aðstæðum hafi gert henni kleift að ná markmiðum sínum og draumum.

„Það breytti því hver ég var, það að ég stóð föst á mínu, það er hluti af ástæðunni fyrir því að ég get sagt: „Já, ég er metnaðarfull.“ Því einhver reyndi að taka það frá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London
Fókus
Í gær

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum