Dayot Upamecano miðvörður FC Bayern og franska landsliðsins vill fara til Real Madrid næsta sumar.
Marca á Spáni segir frá þessu og segir að Upamecano vilji fara frítt til Spánar þegar hann verður samningslaus.
Upamecano er 26 ára gamall varnarmaður sem var áður hjá RB Leipzig. Samningur hans rennur út næsta sumar.
Upamecano hefur spilað 32 landsleiki fyrir Frakkland og er í stóru hlutverki þar um þessar mundir.
Vitað er að Real Madrid vill fá miðvörð inn næsta sumar og gæti Upamecano verið kostur sem félagið mun skoða.