Hún segir frá þessu í viðtali við New York Times, sem er fyrsta viðtalið sem hún veitir eftir skotárásina.
Hún segir að aðstoðarmaður Kirk, Michael McCoy, hafi hringt í hana og öskrað: „Hann var skotinn!“
Erika Kirk segir að hún hafi farið strax í flug til að vera við hlið eiginmanns síns, en hún fékk þær erfiðu fréttir að hann væri látinn þegar hún var í loftinu.
„Ég var að horfa á skýin og fjöllin, þetta var svo fallegur dagur og ég hugsaði: Þetta er nákvæmlega það síðasta sem hann sá,“ segir hún.
Sjá einnig: Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Charlie Kirk var skotinn á samkomu í háskóla í Utah. Erika var ekki á staðnum, þrátt fyrir að margir miðlar hafa greint frá því. Hún segir í viðtalinu að hún ætlaði að vera viðstödd en var í Phoenix til að hjálpa móður sinni sem var að gangast undir meðferð á sjúkrahúsi þar,