fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fókus

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Fókus
Mánudaginn 22. september 2025 12:30

Íslendingar fagna karlalandsliðinu í fótbolta á Arnarhóli árið 2016. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur karlmaður, að því er virðist bandarískur, lýsir í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit yfir hrifningu á beinskeytni Íslendinga. Hann segir það frískandi fyrir hann og eiginkonu sína að koma til Íslands og upplifa annars konar samskipti og anda en í New York þar sem þau búa. Íslendingar séu hreinskilnir og blátt áfram og það kunni hann að meta.

Maðurinn segir þau hjónin vera um þessar mundir á Íslandi. Þetta sé fyrsta ferð hennar til landsins en hans fimmta á síðustu 30 árum. Eiginkonan hafi minnst sérstaklega á hvað Íslendingar væru mikið ósviknir, ekta (e. authentic):

„Það er ekkert kjaftæði. Bara blátt áfram. Það sem þú sérð er það sem þú færð. Þeir eru mjög vinalegir og ótrúlega hjálpsamir. Við búum í New York og að segja að Ísland sé frískandi á allan máta er gríðarlega vægt til orða tekið.“

Nokkrir taka til máls í athugasemdum. Í einni er fullyrt að Íslendingar hafi ekki sömu þörf og Bandaríkjamenn til að flýta sér og fá lausn sinna mála sem fyrst en það má deila um hversu algild sú lýsing er um Íslendinga.

Sætt

Kona tekur til máls og segist aldrei hafa orðið eins auðmjúk og á Íslandi. Í búningsklefa Vesturbæjarlaugar hafi íslensk kona sem líklega hafi verið yfir sjötugt og ekkert kunnað í ensku komið til hennar þegar við blasti að hún væri í vandræðum með hárþurrkuna í klefanum. Konan hafi verið nakin en það hafi ekki skipt neinu máli þegar hún hafi sýnt hvernig hárþurrkan virkaði:

„Svo sætt, svo frjálslegt og svo sönn góðmennska.“

Nokkrir benda á að á Íslandsferðum sínum hafi þeir ekki komist í kynni við neina innfædda Íslendinga. Fólk í þjónustustörfum sem þeir hafi talað við hafi allt verið innflytjendur og það sé þar að auki hluti af starfi þeirra að vera vinalegt. Í einni athugasemd segir að innflytjendur fullyrði við viðkomandi að ef þeir þykist vera Íslendingar fái þeir meira þjórfé.

Málshefjandi fullyrðir hins vegar að hann hafi átt í samskiptum við innfædda Íslendinga en ekki bara innflytjendur í þjónustustörfum. Hann hafi jú fyrst komið til Íslands fyrir 30 árum og eigi íslenska vini. Hann segir þau hjónin ekki ætla að bíða lengi eftir næstu Íslandsheimsókn:

„Þetta land er að toga okkur bæði til sín.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London
Fókus
Í gær

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum