Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Harry Styles sé hæfileikaríkur á fleiri en einu sviði og er hann líklega í betra hlaupaformi en flestir.
Það er ekki öllum gefið að klára heilt maraþon á undir þremur tímum og hefði þessi árangur til dæmis dugað honum í 4. sætið í almennum flokki í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór í ágúst og 30. sætið í keppnisflokki.
New York Post greinir frá því að kappinn hafi skráð sig til leiks undir nafninu Sted Sarandos til að forðast það að vekja of mikla athygli. Þá var hann með hvítt hárband á höfðinu og sólgleraugu.
Þýskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að tónlistarmaðurinn vinsæli væri staddur í Berlín og til hans hefði sést á hlaupum í borginni nokkrum dögum áður en maraþonið fór fram.