fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fókus

Tom Holland fluttur á sjúkrahús eftir ljótt slys

Fókus
Mánudaginn 22. september 2025 08:03

Tom Holland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Tom Holland var fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir slys á setti kvikmyndarinnar Spider-Man: Brand New Day á föstudag.

Tökur á myndinni standa nú yfir og segir í fréttum breskra fjölmiðla að þær muni frestast, jafnvel um nokkrar vikur, vegna slyssins.

Holland er sagður hafa dottið og fengið stóran skurð á höfuðið, en slysið varð í kvikmyndaveri Leavesden Studios í Watford á Englandi. Var hann fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann fékk aðhlynningu vegna heilahristings.

Í frétt Daily Mail kemur fram að faðir Toms, Dominic, hafi verið viðstaddur góðgerðarkvöldverð í gærkvöldi þar sem hann staðfesti að sonur hans yrði fjarri góðu gamni næstu vikur vegna slyssins.

Greint var frá því fyrir skemmstu að til stæði að frumsýna Spiderman-myndina þann 31. júlí 2026 en óvíst er hvort fresta þurfi frumsýningunni vegna slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigendaskipti stórleikara á Stálhúsinu

Eigendaskipti stórleikara á Stálhúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar hennar og amma horfðu á hópkynlífsatriðið

Foreldrar hennar og amma horfðu á hópkynlífsatriðið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frönsku forsetahjónin heita því að sanna að forsetafrúin sé líffræðileg kona

Frönsku forsetahjónin heita því að sanna að forsetafrúin sé líffræðileg kona
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sprenghlægileg viðbrögð Jennifer Aniston við raunverulegu nafni Reese Witherspoon

Sprenghlægileg viðbrögð Jennifer Aniston við raunverulegu nafni Reese Witherspoon