Enginn enskur leikmaður hefur skorað og lagt upp í Meistaradeild Evrópu meira en Harry Kane. Þetta varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins.
Kane skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen í 3-1 sigri á Chelsea í fyrstu umferð. Þetta voru mörk númer 41 og 42 hjá honum í keppninni.
Stoðsendingarnar eru þá 11 og þegar þetta tvennt er tekið saman hefur framherjinn nú tekið fram úr goðsögninni David Beckham.
Beckham skoraði 16 mörk og lagði upp önnur 36 í Meistaradeildinni á sínum glæsta ferli, kom að 52 mörkum samanlagt.