Samkvæmt Kristjáni Óla Sigurðssyni hefur Víkingur lagt fram tilboð í Björgvin Brima Andrésson sóknarmann Gróttu.
Björgvin Brimi var frábær með Gróttu í 2. deild karla í sumar þegar liðið tryggði sér miða í Lengjudeildina.
Björgin er yngri bróðir Benóný Breka sem var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrra með KR. Hann var síðar seldur til Stockport.
Björgvin er 17 ára gamall en hann kom til Gróttu frá KR fyrir tímabilið og sprakk út í 2. deildinni.
Víkingur vill samkvæmt Kristjáni fá hann í sínar raðir fyrir næstu leiktíð.
Víkingur R. með formlegt tilboð í Björgvin Brima leikmann Gróttu.#HeimavinnaHöfðingjans#VaristEftirlíkingar pic.twitter.com/rTtPTOwVGu
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 16, 2025