fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

433
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur Dr. Football og mikill stuðningsmaður Breiðabliks er allt annað en sáttur með stöðuna hjá sínu félagi.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við ÍBV á heimavelli í gær, liðið hefur ekki unnið leik í Bestu deildinni frá 19 júlí þegar liðið vann Vestra á heimavelli. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og verður erfitt fyrir liðið að ná Evrópusæti.

„Bara hræðilegir, þetta er augljóst að þetta er andlegt. Þeir urðu ekki lélegir í fótbolta á einu ári,“ sagði Hrafnkell um félagið sitt en Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð.

Hrafnkell ræddi svo Halldór Árnason þjálfara liðsins sem stýrði liðinu til sigurs í deildinni og inn í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum.

„Mér finnst þjálfarinn vera úrræðalaus, mér finnst enginn andi í kringum liðið. Mér finnst þjálfarinn ekki gefa af sér innan sem utan vallar, hörmulegur í viðtölum. Hann aldrei tekur á sig hlutina, það eru alltaf afsakanir. Þetta er orðið svo þreytt.“

„Maður horfir á alla þessa leiki, þetta er ógeðslega lélegt. Ég get ekki greint það hvernig fótbolta Breiðablik spilar, þetta er bara eitthvað.“

Hrafnkell fór á völlinn um daginn en var óhress með spilamennsku liðsins. „Ég fór á tvo leiki um daginn, gegn KA og Zrinjski Mostar. Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég hef séð, ég hugsaði með mér að ég nennti ekki að mæta aftur.“

Hrafnkell vill skipta um þjálfara. „Ég vil láta reka Dóra, ég sé ekki leið út úr þessu. Dóri gerði frábærlega í fyrra, hann hefur ekki náð að fylgja því eftir að vinna titilinn. Að Blikar séu í fjórða sæti, það er bara Anton Ari sem hefur græjað það.“

„Ég held að það verði miklar breytingar hjá Blikum í ár, ég held að fyrrum leikmenn reyni að komast í stjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson