Cristovao Carvalho er í framboði til forseta Benfica og er hann með stórar yfirlýsingar hvað hann ætlar sér að gera.
Eitt af því sem hann hefur boðað er að reka stjóra liðsins Bruno Lage úr starfi og hefur hann augastað á tveimur mönnum.
Bild í Þýskalandi segir að Carvalho muni reyna að fá Jurgen Klopp til starfa, kosningar fara fram í október.
Times segir að Carvalho hafi einnig mikinn áhuga á því að fá Ruben Amorim stjóra Manchester United til starfa.
Amorim var leikmaður Benfica í níu ár og ekki er ólíklegt að hann missi starf sitt hjá United á næstu vikum. Amorim var áður þjálfari Sporting Lisbon.