Raheem Sterling kantmaður Chelsea hefur birt mynd af því til að sýna fólki hvernig komið er fram við hann nú þegar honum er bannað að æfa með félaginu.
Sterling fann sér ekki nýtt lið í sumar en Enzo Maresca þjálfari liðsins vill ekki sjá hann á æfingum.
Sterling er því bannað að mæta á æfingasvæðið fyrr en allir eru farnir og er látinn æfa í fámennum hópi, talið er að hann og Axel Disasi æfi saman á kvöldin.
Sterling mætti á æfingu rétt eftir 20:00 í gærkvöldi en huggar sig líklega við það að Chelsea þarf áfram að borga honum 53 milljónir í laun á viku.
Sterling á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea en hann er launahæsti leikmaður félagsins.