fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

433
Þriðjudaginn 16. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, tók upp símann í sumar og ræddi við Valdimar Þór Ingimundarson sóknarmann félagsins. Eftir það hætti hann að fara fram á það að fara frá félaginu.

Ragnar Bragi Sveinsson fyrrum samherji Valdimars sagði frá þessu í hlaðvarpinu Dr. Football í sumar.

Valur lagði fram tilboð í Valdimar sem hafði mikinn áhuga á því að fara frá Víkingi til Vals þar sem hans besti vinur, Jónatan Ingi Jónsson er.

„Það eru margar ástæður, hann var ekki að spila vel. Svo var hann pirraður að spila ekki allar mínútur,“ sagði Ragnar Bragi í Dr. Football um ástæðu þess að Valdimar vildi fara.

Eftir að fréttir fóru í loftið segir Ragnar að símtal hafi komið til Valdimars. „Þeir eru bestu vinir hann og Jónatan, þetta var leyst með einu símtali frá Kára Árnasyni og ekki orð um það meir.“

Ragnar væri til í að eiga það símtal á upptöku enda Kári ekki þekktur fyrir að tala í kringum hlutina. „Símtalið sem Valdi fékk frá Kára, það væri gaman að eiga það á teipi,“ sagði Ragnar.

Valdimar hefur fundið taktinn sinn á síðustu vikum með Víkingi og er frammistaða hans eins af ástæðum þess að liðið er nú komið á topp deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Í gær

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Í gær

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra