fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill Raheem Sterling virðist vera að sigla í strand. Sterling er samningsbundinn Chelsea til sumarsins 2027, en þá verður hann 32 ára gamall.

Hann hefur hinsvegar verið útilokaður af Enzo Maresca, stjóra liðsins. Sterling vildi fara í sumar en fann ekki rétta kostinn. The Telegraph greinir frá því að hinn einangraði enski vængmaður hafi hafnað tveimur tilboðum um að yfirgefa Chelsea og leita á ný mið.

Samkvæmt sömu heimild æfa Sterling og varnarmaðurinn Axel Disasi nú aðskildir frá aðalliðinu og Enzo Maresca hafi ekki séð þá í marga mánuði.

Launapakki Sterling hjá Chelsea er sögð ein ástæða þess að hann sé áfram hjá félaginu en hann fær um 300 þúsund pund á viku þar.

Sterling gekk til liðs við Chelsea árið 2022, en dvölin hefur reynst stormasöm. Hann fór á lán til Arsenal á síðasta tímabili en náði þar litlu flugi. Nú er ljóst að hann á ekki framtíð hjá Chelsea.

„Manchester United hafði áhuga sumarið 2024 en fékk lítil svör frá leikmanninum,“ skrifar Sam Wallace, aðalknattspyrnufréttaritari Telegraph.

„Bayern München hafði samband á lokadegi gluggans núna þegar félagið var í viðræðum við Chelsea um Nicolas Jackson. Napoli sýndi einnig áhuga. Af óútskýrðum ástæðum virtist Sterling tregur til að flytja til útlanda og jafnvel út fyrir London. Þá hefur einnig verið áhugi frá Sádí Arabíu, en ekkert varð úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi