Nuno Espirito Santo var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Nottingham Forest í síðustu viku. Brottreksturinn kom ekki á óvart.
Nuno hafði farið í stríð við eiganda Forest sem ákvað að reka hann þrátt fyrir gott gengi.
Nú segja enskir miðlar að Nuno þurfi ekki að vera lengi atvinnulaus því West Ham er farið að skoða stöðu Graham Potter.
Sagt er að West Ham hefði áhuga á að fá Nuno til starfa fari svo að félagið reki Potter.
Potter tók við West Ham á síðustu leiktíð en hefur ekki tekist að finna taktinn með liðinu.
Nuno hefur mikla reynslu úr ensku deildinni en hann hefur stýrt Wolves, Tottenham og nú síðast Forest.