fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 13. september 2025 16:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón er alinn upp hjá Haukum og var lykilmaður í liðinu sem fór upp í efstu deild í fyrsta sinn 2009 og lék þar 2010. Arnar Gunnlaugsson, nú landsliðsþjálfari Íslands, var fenginn til Hauka fyrir tímabilið í efstu deild.

„Hann var stórkostlegur fyrir okkur. Þó hann hafi verið kominn af sínum besta tíma í fótbolta gaf hann mjög mikið af sér. Og ekki bara í orði heldur á borði líka. Hann mætti snemma, hugsaði vel um sig, var í standi. Hann var alvöru atvinnumaður,“ sagði Guðjón.

Hann segist alveg hafa getað séð það fyrir að Arnar myndi ná langt í þjálfun. „Hann er djúpur í þessu og lifir fyrir fótboltann. Svo snýst þetta bara um hversu mikinn fókus þú setur í þetta.“

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“