fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um brottför Alexander Isak til Liverpool og viðurkennir að sambandið þeirra hafi breyst eftir að leikmaðurinn neitaði að mæta til æfinga.

Isak, sem gekk í raðir Liverpool á lokadegi gluggans fyrir metfé, 125 milljónir punda, fór í verkfall í von um að knýja fram skiptin. Eftir að hann gaf út harðorða yfirlýsingu 19. ágúst, þar sem hann sakaði félagið um að hafa svikið loforð og brotið traust sitt, hættu hann og Howe að tala saman.

Howe hefur ætíð neitað því að hafa lofað Isak að hann mætti yfirgefa félagið, en viðurkennir að samband þeirra hafi aldrei orðið það sama aftur.

„Við áttum alltaf mjög gott samband,“ sagði Howe.

„Mér þótti mjög vænt um að vinna með honum og vona að hann hafi líka notið þess. Það var gagnkvæmt. Við hjálpuðum honum að verða sá leikmaður sem hann er að hluta til í dag og hann hjálpaði okkur að ná ótrúlegum árangri sem lið. Hann var hluti af mjög sigursælu liði.“

„En til að fara aðeins nánar út í þetta frá því augnabliki sem hann fór í verkfall breyttist samband okkar. Það var líklega vendipunktur. Samskiptin urðu erfið eftir það. Ég vil ekki fara mikið nánar út í það.“

Á sama tíma hefur annar framherji Newcastle, Yoane Wissa, sem var fenginn til að fylla skarð Isak meiðst með landsliðinu og verður ekki með vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Í gær

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum