fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um brottför Alexander Isak til Liverpool og viðurkennir að sambandið þeirra hafi breyst eftir að leikmaðurinn neitaði að mæta til æfinga.

Isak, sem gekk í raðir Liverpool á lokadegi gluggans fyrir metfé, 125 milljónir punda, fór í verkfall í von um að knýja fram skiptin. Eftir að hann gaf út harðorða yfirlýsingu 19. ágúst, þar sem hann sakaði félagið um að hafa svikið loforð og brotið traust sitt, hættu hann og Howe að tala saman.

Howe hefur ætíð neitað því að hafa lofað Isak að hann mætti yfirgefa félagið, en viðurkennir að samband þeirra hafi aldrei orðið það sama aftur.

„Við áttum alltaf mjög gott samband,“ sagði Howe.

„Mér þótti mjög vænt um að vinna með honum og vona að hann hafi líka notið þess. Það var gagnkvæmt. Við hjálpuðum honum að verða sá leikmaður sem hann er að hluta til í dag og hann hjálpaði okkur að ná ótrúlegum árangri sem lið. Hann var hluti af mjög sigursælu liði.“

„En til að fara aðeins nánar út í þetta frá því augnabliki sem hann fór í verkfall breyttist samband okkar. Það var líklega vendipunktur. Samskiptin urðu erfið eftir það. Ég vil ekki fara mikið nánar út í það.“

Á sama tíma hefur annar framherji Newcastle, Yoane Wissa, sem var fenginn til að fylla skarð Isak meiðst með landsliðinu og verður ekki með vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham
433Sport
Í gær

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?
433Sport
Í gær

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi