fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framherji Manchester United, Anthony Martial, gæti verið á leið í óvænt félagaskipti, en samningsviðræður eru sagðar tefjast vegna launakrafna Frakkans.

Martial var leystur undan samningi sínum hjá Manchester United í lok tímabilsins 2023-24 og gekk í kjölfarið til liðs við gríska stórliðið AEK Aþenu síðasta september. Félagið sem sagðist hafa boðið honum hæstu laun í sögu félagsins.

Hann lék alls 23 leiki á síðasta tímabili fyrir AEK, skoraði níu mörk og lagði upp tvö, en liðið endaði í fjórða sæti grísku úrvalsdeildarinnar og tryggði sér þar með sæti í Sambandsdeild UEFA.

Martial hefur hins vegar verið fjarri sviðsljósinu að undanförnu og hefur ekki verið í leikmannahópi AEK í síðustu sex leikjum liðsins.

Samkvæmt heimildum blaðamannsins César Luis Merlo hefur mexíkóska liðið Pumas áhuga á að fá Martial að láni fyrir lok glugga þar í landi, sem lokar á morgun. AEK er reiðubúið að lána leikmanninn án greiðslu, með því skilyrði að Pumas greiði eingöngu launin hans.

Það eru einmitt launakröfurnar sem reynast nú vera helsta hindrunin í viðræðunum. „AEK er tilbúið að lána hann til Pumas án þess að fá greiðslu fyrir, þeir þurfa aðeins að borga launin en laun Martial eru gífurleg,“ sagði Merlo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Í gær

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt