David Coote, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið gegn barni og tekið upp ósiðlegt myndband.
Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa gert eitt kynferðislegt myndband af barni í flokki A, meint atvik átti sér stað í janúar árið 2020.
Flokkur A er alvarlegasti flokkurinn og sýnir yfirleitt ung börn annað hvort vera kynferðislega misnotuð eða nauðgað af fullorðnum.
Málið verður tekið fyrir í fyrsta sinn í dómshúsi í Nottingham á fimmtudag, þar sem Coote mun mæta fyrir dómara vegna ákærunnar.
PGMOL, samtök enska dómarafélagsins, staðfesti í nóvember síðastliðnum að Coote hefði verið settur í ótímabundið leyfi frá dómgæslu eftir að upptökur komu fram á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti Liverpool í neikvæðum orðum og gerði grófa athugasemd í garð fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins, Jürgen Klopp.
Í kjölfarið birtist annað myndband þar sem Coote virðist taka inn kókaín, en upptakan á að hafa verið tekin á meðan hann sinnti dómarastörfum fyrir UEFA á Evrópumótinu 2024.
Málið er varðar myndbandið af barninu er komið til rannsóknar lögreglu og dómstóla, og ekkert frekar hefur verið gefið út af hálfu yfirvalda að svo stöddu.