Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Bræðurnir Andri Lucas og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu saman frammi fyrir íslenska landsliðið gegn Frökkum í svekkjandi 2-1 tapi í gær. Sá síðarnefndi var að byrja sinn fyrsta landsleik.
Þeir fóru svo í viðtöl við fjölmiðla eftir leik og stóðu þar hlið við hlið.
„Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum. Mér leið líka ótrúlega vel að hafa hann þarna því hann er líka bara svo góður í fótbolta. Þetta var geggjuð upplifun,“ sagði Andri Lucas eftir leik.
„Mér fannst ég alltaf hafa á tilfinningunni hvað hann væri að fara að gera og við náðum að tengja mjög vel. Þetta var fyrsti leikurinn okkar saman svo við byggjum bara ofan á þetta.“
Daníel Tristan var þá einnig spurður út í hvernig það hafi verið að spila með bróður sínum.
„Það er sérstök tilfinning, bara geggjuð. Fyrir leikinn hugsaði maður meira um það en svo er maður kominn inn á er þetta bara liðsfélagi.“
Hér að neðan má sjá viðtölin við þá báða.