fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. september 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Björgvin, höfundur bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að Keflavíkurlögreglan hafi á sínum tíma reynt að búa til fjarvistarsönnun fyrir ástmann eiginkonu Geirfinns Einarssonar, sem hvarf frá Keflavík þann 19. nóvember árið 1974.

Sigurður leiðir líkur að því í bók sinni að rannsókn Keflavíkurlögreglunnar á hvarfi Geirfinns beri merki yfirhylmingar og systir hans, Soffía Sigurðardóttir, sem kom að gerð bókarinnar, steig enn fastar niður fæti hvað þetta varðar í grein á Vísir.is þar sem hún sakar Valtý Sigurðsson, þáverandi fulltrúa bæjarfógeta í Keflavík, um að hafa tekið yfir og afvegaleitt rannsóknina á hvarfi Geirfinns.

Opinbera skýringin á hvarfi Geirfinns, samkvæmt niðurstöðum lögreglurannsóknarinnar, var sú að Geirfinnur hefði horfið eftir að hafa farið til fundar við ókunna menn í Hafnarbúðinni í Keflavík. Þau systkini hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Geirfinnur hafi látist eftir átök á og við heimili sitt kvöldið örlagaríka.

Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sem vann að rannsókn málsins í Keflavík, andmælti harkalega skrifum Soffíu í viðtali við DV um helgina og telur niðurstöður systkinanna langsóttar. Mælir hann með því að Valtý Sigurðsson höfði meiðyrðamál vegna skrifanna.

Sjá einnig: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“

Sigurður Björgvin segir í Facebook-færslu að Sævar Ciesielski, sem sakfelldur var fyrir morð á Geirfinni en síðan sýknaður við endurupptöku málsins, hafi komist að sömu niðurstöðu og hann um hver banamaður Geirfinns væri. Sigurður skrifar:

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns. Þá hafði ég ekki heyrt að því hefði verið haldið fram áður. Þegar ég talaði svo árið 2023 við fjölmarga fyrrverandi nágranna Geirfinns, og aðra Keflvíkinga, sagðist einn þeirra hafa séð sama mann slá Geirfinn í höfuðið þangað til Geirfinnur þagnaði. Þetta sagði hann áður en ég nefndi nein nöfn við hann.

Nú í sumar komst ég svo að því að Sævar Ciesielski hafði sama einstakling grunaðan þegar Sævar barðist fyrir endurupptöku málsins á tíunda áratugnum. Nú í sumar fékk ég í hendur greinargerð Sævars Ciesielski frá 1993 þar sem hann ásakar sama mann um að hafa banað Geirfinni. Þetta hafði ég ekki heyrt um áður.

Mér tókst einnig nú í sumar að finna flestar skýrslur sem lögreglan lét hverfa úr málsgögnunum frá Keflavík, bók XI. Þar eru tvær vitnaskýrslur teknar strax í nóv. 1974 sem benda til þess að Valtý og Hauki hafi borist ábending á sama mann (bls. 3003-3006). Þetta vissi ég ekki af heldur, ekki fyrr en nú.

Síður 3009-3010 innihalda tilraun Keflavíkurlögreglunnar til að búa til fjarvistarsönnun fyrir Svanberg, ástmann Guðnýjar konu Geirfinns. En hann var einnig staddur á Brekkubrautinni þegar Geirfinni var ráðinn bani. Á myndinni er skema sem sýnir hvaða skýrslur voru látnar hverfa. Flestar þeirra eru nú komnar í leitirnar.“

Týnd gögn endurheimt

Sigurður segir í samtali við DV að skýrslurnar týndu sem hann endurheimti hafi verið í höndum aðila sem hafi ekki viljað kannast við gögnin:

„Þessar vitnaskýrslur frá Keflavík og mörg önnur málsgögn sem hurfu hafa verið í höndum ýmissra aðila innan lögreglu og dómskerfis öll þessi ár samkvæmt yfirliti sem ég fann yfir „uppruna“ þeirra. Það sem er sláandi er að enginn af þessum aðilum hefur viljað kannast við þessi gögn þegar bæði lögmenn málsaðila, settur saksóknari og fleiri hafa gert fyrirspurnir um þau síðustu áratugi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“