fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Hefur verið á Litla-Hrauni í allt sumar eftir bíræfið smygl á amfetamínbasa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. september 2025 14:30

Frá Selhellu 9 í Hafnarfirði. Mynd: Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, mánudag, verður réttað yfir pólskum manni í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Manninum, sem er 35 ára að aldri, er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 5.200 ml af amfetamínbasa með styrkleika 37-58%, sem samsvarar tveimur til þremur kg af hreinu amfetamíni.

Ákærði er sagður hafa flutt efnin hingað til lands með póstsendingu frá Póllandi. Nafngreindur aðili hér á landi var fyrir tilstuðlan ákærða skráður viðtakandi sendingarinnar. Hún barst hingað til lands 30. maí á þessu ári.

Sama dag fékk ákærði hinn skráða viðtakanda til að koma með sér í póstafgreiðslustöð Iceatransport við Selhellu 9 í Hafnarfirði, í því skyni að taka á móti sendingunni. Þetta gekki ekki þar sem sendingin var enn ótollafgreidd.

Lögregla fjarlægði amfetamínbasann úr sendingunni og kom fyrir gerviefnum. Þann 2. júní 2025 var sendingin borin út til skráðs viðtakannda og sótti ákærði sendinguna til hans síðar þann dag og fór með hana að dvalarstað sínum að Hagamel í Reykjavík. Þar var ákærði handtekinn í kjölfarið.

Hann hefur síðan setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni, sem er skráður dvalarstaður hans í ákærunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Drukkinn eldri borgari keyrði fram af bryggju – Sjáðu myndbandið

Drukkinn eldri borgari keyrði fram af bryggju – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Í gær

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu