fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham Hotspur hefur tilkynnt að Daniel Levy hafi í dag stigið til hliðar sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins eftir tæplega 25 ára starf.

Undanfarin 25 ár hefur félagið tekið stakkaskiptum undir stjórn Levy. Tottenham hefur tekið þátt í Evrópukeppnum í 18 af síðustu 20 tímabilum og fest sig í sessi sem eitt þekktasta knattspyrnufélag heims.

Félagið hefur lagt áherslu á að fjárfesta í yngri flokkum, leikmannahópnum og aðstöðu, þar á meðal nýjum heimavelli í heimsklassa og fyrsta flokks æfingasvæði.

Sem hluta af breytingum hjá félaginu hefur Tottenham breytt nokkru síðustu mánuði. Vinai Venkatesham hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri (CEO), Thomas Frank sem nýr þjálfari karlaliðsins og Martin Ho sem þjálfari kvennaliðsins. Þá mun Peter Charrington taka við nýju hlutverki sem stjórnarformaður félagsins en ekki í fullu starfi.

„Ég er ótrúlega stoltur af því starfi sem ég hef unnið með stjórnendateyminu og öllum starfsmönnum okkar. Við höfum byggt þetta félag upp sem alþjóðlegt stórveldi sem keppir á hæsta stigi,“ segir Levy.

„Ég var svo heppinn að vinna með mikið af hæfileikaríkasta fólkinu í fótboltanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim
433Sport
Í gær

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“