fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Ekki verið að snuða neinn sem kaupir miða hjá KSÍ – Útskýra verðlagið og hvernig það hækkar í næstu leikjum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaverð á heimaleiki karlalandsliðs Íslands í haust verður flokkað eftir þeim andstæðingum sem íslenska liðið mætir. Þetta fékk 433.is staðfest frá KSÍ en sumir hafa orðið ringlaðir þegar þeir skoða málið.

KSÍ hefur selt 1800 mótsmiða fyrir undankeppni HM þar sem liðið mætir Aserbaídsjan á morgun og síðan eru leikir gegn Frökkum og Úkraínu síðar á þessu ári.

Þrír verðflokkar eru á miðum á leikina og gegn Aserbaídsjan kostar dýrasti miðinn 6.900 krónur. Verðið mun svo hækka á stökum miðum þegar líða tekur á keppnina.

KSÍ er ekki að fara neinar nýjar leiðir í svona verðlagningu og í enska boltanum eru miðar oftar en ekki flokkaðir eftir stærð leiksins.

433.is fékk ábendingu frá aðila sem taldi að KSÍ væri að rukka meira fyrir mótsmiða en staka leiki, svo er ekki og hefur KSÍ nú uppfært upplýsingar á vef sínum.  Þegar aðeins verðlagningin gegn Aserbaídsjan er skoðuð héldu margir að stakir miðar muni á endanum reynast ódýrari. Svo er ekki.

Þannig mun dýrasti miðinn á leikinn gegn Úkraínu kosta 9.900 krónur og dýrasti miðinn gegn Frakklandi kosta 13.900 krónur. Loforð KSÍ um 20 prósenta afslátt á leikina sé keyptur mótsmiði stenst því alla skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim
433Sport
Í gær

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“