fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 15:30

Frá fundinum í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haraldsson mun bera fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar í komandi leikjum í undankeppni HM. Hann kemur fullur sjálfstrausts inn í leikina eftir góða byrjun á tímabilinu með stórliði Lille í Frakklandi.

Hákon er á sínu þriðja tímabili með stórliði Lille. Hefur hann skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðum frönsku úrvalsdeildarinnar og er lykilmaður hjá sínu liði.

„Það hefur byrjað mjög vel hjá mér og liðinu. Ég er búinn að skora óvenju mikið svo ég er mjög spenntur og klár í slaginn,“ sagði Hákon á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Aserbaísjan á morgun.

„Þú átt eftir að skora fyrir mig,“ skaut Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari þá inn í og uppskar hlátur í salnum. „Það kemur á morgun,“ lofaði Hákon þá.

Ísland mætir sem fyrr segir Aserbaísjan á morgun og fer sá leikur fram hér heima. Liðið heimsækir svo Frakka í leik númer tvö á þriðjudag. Má búast við að hann verði öllu erfiðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim
433Sport
Í gær

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“