fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 13:39

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari einfaldlega á blaðamannafundi, aðspurður hvort hann hefði tekið ákvörðun um hver stendur í marki Íslands gegn Aserbaísjan á morgun.

Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort Hákon Rafn Valdimarsson verði í markinu eins og í síðustu leikjum eða Elías Rafn Ólafsson.

„Eins og með allar aðrar stöður skoða ég síðustu landsleiki, hvernig núverandi stand er. Svo endar þetta með gömlu góðu tilfinningunni,“ sagði Arnar einnig á fundinum í dag.

Hann var spurður að því hvort það kæmi til greina að nota sitt hvorn markvörðinn í þeim tveimur leikjum sem fara fram á næstu dögum, gegn Aserbaísjan og Frakklandi.

„Ég skil ekki með þessa markvarðastöðu, þetta er eitthvað svo heilagt. Í fullkomnum heimi ertu auðvitað með stabílan markmann en andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu ef tilgangurinn er réttur,“ sagði Arnar þá léttur.

„Okkar landsliði hefur gengið best þegar það er ákveðinn kjarni svo sá sem er að spila vel heldur væntanlega bara stöðunni.“

Hákon er varamarkvörður Brentford í ensku úrvalsdeildinni en Elías er aftur orðinn aðalmarkvörður Midtjylland í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu