fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darrell Currie, þekktur sjónvarpsmaður hjá TNT Sports (áður BT Sport), hefur opnað sig um alvarleg veikindi sem hann fann fyrst fyrir í beinni útsendingu árið 2022, hefur þetta haft mikil áhrif á líf hans og feril síðan þá.

Currie, sem þá var í hópi fremstu þula stöðvarinnar, var að stýra útsendingu frá Meistaradeildarleik Celtic gegn Real Madrid þegar veikindin gerðu fyrst vart við sig

„Það var eins og sprengja hefði sprungið í höfðinu á mér. Eins og sprenging inni í heilanum,“ sagði Currie

„Ég man að ég hélt í stólinn minn á meðan ég var í miðju samtali. Það var eins og jarðskjálfti hefði gengið yfir settið.“

Þrátt fyrir að hafa haldið áfram að vinna um stund versnaði ástandið, meðal annars í útsendingu frá landsleik Skotlands gegn Írlandi. Í kjölfarið hófst löng og erfið vegferð í leit að greiningu.

Currie lýsir því að hann hafi misst vonina: „Ég hugsaði: Þetta er of mikið. Ég mun missa meðvitund. Þetta er alvarlegt,“ sagði hann.

„Framleiðandinn sagði við mig: ‘Ég held að þú eigir að fara heim.’ Ég gekk út af leikvanginum og hugsaði: ‘Það verður langt þangað til ég kem aftur.’“

Ástandið hélt áfram að versna: „Það voru svo margir skrýtnir kvillar, svimi, doði og líkaminn var bara brotinn. Ég lá í rúminu dögum saman og hugsaði: ‘Ég gæti dáið hér.’ Mér voru gefin öflugustu verkjalyf sem til eru, ekkert virkaði.“

Í örvæntingu leitaði Currie til náttúrumeðferða í London, þar sem hann var loks greindur með lymesjúkdóm. Hann hafði farið í 20 segulómunarskoðanir á leið sinni að greiningu og bata.

„Ég lá í rúminu og sagði við konuna mína: ‘Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði. Ef þetta er framtíðin, er lífið þess virði?’“

Currie vinnur nú að því að ná bata, og vonast til að vinna einhvern tímann aftur í sjónvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga