fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Pressan

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“

Pressan
Miðvikudaginn 3. september 2025 16:30

Rudy Giuliani/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, er á batavegi eftir að hafa lent í alvarlegu umferðarslysi um liðna helgi.

Giuliani var á ferð með talsmanni sínum, Ted Goodman, í New Hampshire á laugardagskvöld þegar annarri bifreið var ekið aftan á bifreiðina sem Goodman ók.

Þetta gerðist eftir að þeir Rudy og Ted höfðu komið auga á konu við vegkantinn sem virtist þurfa aðstoð eða aðhlynningu. Þeir stoppuðu og lýsti konan því að hún hefði orðið fyrir heimilisofbeldi.

Eftir að hafa hringt á lögregluna ók þeir aftur á stað en um á sama tíma var bifreið af gerðinni Honda HR-V ekið aftan á bifreið þeirra. 19 ára kona ók bifreiðinni en hún slapp án alvarlegra meiðsla rétt eins og Goodman.

Giuliani segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og hann hafi upplifað „versta sársauka sem hann hefur á ævi sinni fundið“.

Við rannsókn á sjúkrahúsi kom í ljós að borgarstjórinn fyrrverandi var með brot á brjósthryggjarlið og tognun á handlegg og fótlegg. Þá var hann með skrámur og marbletti hér og þar.

„Það er augljóst að Guð var mjög, mjög góður við okkur. Hann gætti okkar,“ sagði Giuliani í netþætti sínum, Americas Mayor Live.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennarinn sá hvað litli drengurinn var með í skólatöskunni – Hringdi í móður hans

Kennarinn sá hvað litli drengurinn var með í skólatöskunni – Hringdi í móður hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn