Myndin var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gærkvöldi og er óhætt að segja að myndin hafi fengið frábærar viðtökur. Áhorfendur klöppuðu í um fimmtán mínútur í lok myndarinnar og felldi leikarinn tár á meðan.
Myndinni er leikstýrt af John Hyams og segir hún frá blandaða bardagalistamanninn Mark Kerr, sem var einn af fremstu keppendum í UFC á seinni hluta tíunda áratugarins. Breska leikkonan Emily Blunt fer með hlutverk kærustu Marks í myndinni.
The Rock hefur hingað til farið með hlutverk í hinum ýmsu gaman- og hasarmyndum og ekki beint verið þekktur sem sterkur „karakterleikari“ ef svo má að orði komast. En með The Smashing Machine gæti það verið að breytast og hefur hann verið orðaður við Óskarsverðlaunatilnefningu vegna frammistöðu sinnar í myndinni.
Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni:
Dwayne Johnson weeps during the 15-minute #Venezia2025 standing ovation for ‘The Smashing Machine.’ This was the most emotion we’ve since on the Lido since Brendan Fraser launched his Oscar campaign here four years ago for ‘The Whale.’ pic.twitter.com/BzAjB4v6uk
— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 1, 2025