fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fókus

Talað um að The Rock gæti fengið Óskarinn – Felldi tár eftir ótrúlegar viðtökur

Fókus
Miðvikudaginn 3. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er haldið fram að Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, gæti unnið Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn vegna frammistöðu hans í myndinni The Smashing Machine.

Myndin var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gærkvöldi og er óhætt að segja að myndin hafi fengið frábærar viðtökur. Áhorfendur klöppuðu í um fimmtán mínútur í lok myndarinnar og felldi leikarinn tár á meðan.

Myndinni er leikstýrt af John Hyams og segir hún frá blandaða bardagalistamanninn Mark Kerr, sem var einn af fremstu keppendum í UFC á seinni hluta tíunda áratugarins. Breska leikkonan Emily Blunt fer með hlutverk kærustu Marks í myndinni.

The Rock hefur hingað til farið með hlutverk í hinum ýmsu gaman- og hasarmyndum og ekki beint verið þekktur sem sterkur „karakterleikari“ ef svo má að orði komast. En með The Smashing Machine gæti það verið að breytast og hefur hann verið orðaður við Óskarsverðlaunatilnefningu vegna frammistöðu sinnar í myndinni.

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Umsögn bandarískra ungmenna um íslenskt nammi vekur reiði – „Vanvirðingin gagnvart drykkjunum okkar er klikkuð!“

Umsögn bandarískra ungmenna um íslenskt nammi vekur reiði – „Vanvirðingin gagnvart drykkjunum okkar er klikkuð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt börn fyrir tíma samfélagsmiðla“

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt börn fyrir tíma samfélagsmiðla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár