fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Kryfur orðræðu Snorra: „Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast núna“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að framkoma Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í Kastljósi gærkvöldsins hafi vakið hörð viðbrögð.

Margir fordæmdu orðræðu hans sem ruddalega, en þrátt fyrir gagnrýnina nær hann til sífellt stærri hóps. Það er ekki tilviljun – hann beitir aðferðum popúlista sem þrífast á reiði og óöryggi.

Þetta er mat Helenar Ólafsdóttur, sérfræðings í öryggis- og þróunarmálun, en hún skrifar um málið í aðsendri grein á vef Vísis.

„Hann er tækifærissinni sem nýtir sér einfaldlega það ástand sem stjórnmálamennirnir okkar hafa skapað á Íslandi: efnahagslegt óöryggi láglaunahópa, húsnæðiskreppu og sturlaða vaxtabyrði þar sem auður og völd safnast á sífellt færri hendur. Fólk sem er einfaldlega reitt og upplifir sig jaðarsett finnur sér skjól í orðræðu popúlisma. Þetta er alþjóðlegt mynstur,“ segir Helen.

Sjá einnig: Allt á suðupunkti eftir Kastljósið í gær:„Ég er gjörsamlega orðlaus“ – „Þetta er bara byrjunin“

Óþarfi að einblína á Snorra

Helen segir að það séu stór mistök að trúa því að vandinn sé orðræða popúlista.

„Hún er aðeins einkennin, ekki sjúkdómurinn. Í staðinn fyrir að einblína á Snorra sjálfan þá verðum við að skilja af hverju hann fær hljómgrunn,“ segir hún en Helen hefur sjálf skoðað áhrif öfgaafla og öfgahugmyndafræði í fátækari löndum. Þar sé mynstrið skýrt og þegar fólk upplifi óréttlæti, efnahagslegt eða félagslegt, þá molni samfélagssáttmálin með þeim afleiðingum að traust gagnvart yfirvöldum dvínar.

„Þegar sáttmálinn molnar verður til tómarúm. Í það tómarúm stíga öfgahreyfingar sem bjóða einfaldar skýringar og bjóða fram skýran „óvin“. Þær tala til reiðinnar, ekki til skynseminnar. Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast núna, ekki bara í Bandaríkjunum og Evrópu heldur líka á Íslandi,“ segir hún.

Sjá einnig: Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Erum við að sofna á verðinum?

Þá bendir hún á að íslensk stjórnmál séu orðin tvískipt, annars vegar sé um að ræða mið-hægri efnahagsstjórn og hins vegar sé um að ræða íhaldssamari hóp sem fer stöðugt lengra til hægri. Orðræða þar hvessist með hverju árinu en á sama tíma séu vinstriflokkar horfnir. „Stjórnmálafólk í forystu og menntaelítan virðist sofandi á verðinum gagnvart þessu,“ segir hún.

Hún segir að ef stöðva eigi þessa þróun þurfi að laga ýmislegt, til dæmis húsnæðismarkaðinn og vaxtakerfið og tryggja að heimilin sitji ekki uppi með ósjálfbæra skuldabyrði. Þá þurfi að halda grunnþjónustu í almannaeigu, dreifa auð og styrkja innviði svo örfá dæmi séu nefnd.

Hún segir að það gagnist ekkert að fordæma menn eins og Snorra Másson eða Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Við töpum því stríði. Í staðinn verðum við að laga það sem veldur því að fólk upplifir efnahagslegt óöryggi, misskiptingu eða jaðarsetningu.”

Hún segir að á sama tíma þurfi að vernda hina raunverulegu jaðarhópa sem verða fyrir barðinu á þessum popúlisma hvort sem það er hinsegin fólk eða innflytjendur.

„Þegar samfélagssáttmálinn molnar, grípa öfgaflokkar og popúlistar tækifærið. Ef við styrkjum hann aftur með sanngirni, húsnæði, jöfnuði og virku lýðræði, þá drögum við úr jarðvegi öfga og tryggjum að Ísland verði ekki næsta dæmi um samfélag sem sofnaði á verðinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni