Leikarinn er þekktur fyrir að vera með stóra og mikla vöðva, en virðist vera orðinn minni um sig og grennri.
Netverjar ræddu um breytt útlit hans, sumir héldu að um væri að ræða gervigreindarmyndir en svo er ekki.
„Ég vona að hann sé ekki veikur því hann virðist mjög grannur,“ sagði einn netverji.
Fyrir rúmlega hálfu ári síðan var leikarinn helmassaður en hann var þá að undirbúa sig fyrir hlutverk fyrir myndina The Smashing Machine sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni.