fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. september 2025 17:30

Dagur settist á bekk og virti fyrir sér gjörbreytta Tryggvagötu. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóri, er ánægður með breytingarnar sem hafa orðið á svæðinu við Tollhúsið við Tryggvagötu. Breytingarnar hafi allar verið gagnrýndar harðlega í borgarstjórn en sjálfsagt vilji þeir sem greiddu mótatkvæði nú gleyma því.

„Rölti í bæinn (ok, reyndar aðeins að skreppa á skrifstofuna) í gær en gat ekki stillt mig um að setjast aðeins á nýja Langa-Bekk við Tollhúsið í Tryggvagötu,“ segir Dagur í færslu á samfélagsmiðlum. „Þarna voru áður bílastæði og örmjó gangstétt en nú er komið torg og gufustrókar sem krakkar elska að leika sér í. Hið dásamlega verk Gerðar nýtur sín sem aldrei fyrr.“

Þá nefnir hann að svæðið í kringum Bæjarins bezta hafi einnig tekið stakkaskiptum og að „straujárnið“ þar sem Hafnarstræti og Tryggvagata sé gull, iðandi mannlíf allt árið.

„Hornið og veitingastaðir eru búnir að fikra sig út og þótt við borgarbúar séum enn þá að læra að nýta og njóta þessara nýju borgarrýma þá er þetta frábær viðbót við miðborgina,“ segir hann.

Þetta hafi hins vegar ekki farið athugasemdalaust í gegnum borgarstjórn.

„Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma,“ segir Dagur að lokum en nefnir að það hafi þó verið algjör sátt um að grafa upp og gera gömlu Steinbryggjunni til góða. Birtir hann nokkrar myndir, frá eldri tíma og framkvæmdatíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni