Manson, sem skrifaði meðal annars vinsælu bókina The Subtle Art of Not Giving a F*ck segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Chris Williamson.
„Allt eldra fólkið gaf nákvæmlega sama ráðið, hjón sem hafa verið saman í 40, 50 og 60 ár, sem er: Settu vináttuna í forgang,“ sagði Manson.
Hann útskýrði nánar:
„Þau sögðu öll: Þú ert giftur núna, það verða góð ár og slæm ár. Það verða rómantísk tímabil og tímabil þar sem er engin rómantík, stundum verður erfitt og stundum ekki. En settu vináttuna í forgang, því það kemur þér í gegnum þetta allt saman. Allt annað kemur og fer, þar á meðal þolinmæðin. En ef þið eruð ekki vinir þá áttu ekki eftir að hafa þolinmæðina til að bíða.“
@chriswillxHow To Have A Successful Marriage 19 Raw Lessons To Not Mess Up Your Life – Mark Manson (4K)