fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. september 2025 06:25

Frá vettvangi. Mynd/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 600 manns hafa fundist látnir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6,0 reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi.

Upptökin voru um 27 kílómetrum frá borginni Jalalabad, fimmtu fjölmennustu borg landsins, og 140 kílómetrum frá höfuðborginni Kabúl.

Skjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi og segir í frétt BBC að mörg hús á svæðinu hafi hrunið í kjölfar skjálftans. Fjarskiptasamband er lítið á svæðinu og því hafa upplýsingar borist tiltölulega hægt.

Þá segir í frétt BBC að á svæðinu séu að stóru leyti einungis mjóir fjallvegir sem hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Innanríkisráðuneyti Afganistans sagði nú í morgunsárið að yfir 1.300 hafi slasast í skjálftanum og er viðbúið að tala látinna muni hækka á næstu klukkutímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”