Svona hefst bréf 45 ára móður til sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir Dear Deidre dálkinn vinsæla.
Konan er fráskilin og á 22 ára son. Hann flutti nýlega erlendis vegna vinnu en fyrir það bjó hann með vini sínum á sama aldri og hann.
„Þessi vinur kom eitt kvöldið í heimsókn til að skila dóti sem sonur minn á. Hann er ótrúlega kurteis og aðlaðandi ungur maður. Við töluðum saman og ég bauðst til að elda handa honum kvöldmat. Hann var til í það og svo bauðst hann til að koma aftur næsta dag til að hjálpa mér að tæma bílskúrinn. Það kom mér á óvart en ég tók boðinu.
Eftir á kom hann inn til að fríska aðeins upp á sig áður en hann fór út á lífið með vinum sínum. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar hann skipti um bol fyrir framan mig, ég stóð bara og gapti.
Hann horfði á mig, hló og síðan, mjög snöggt, dró mig til sín og við byrjuðum að kyssast. Við enduðum inni í svefnherbergi þar sem við stunduðum ástríðufullt kynlíf. Mér leið eins og ég væri ung aftur. Síðan þá hefur hann verið að koma í heimsókn reglulega og við stundum alltaf ótrúlegt kynlíf.
Ég er gjörsamlega ástfangin af honum og trúi því virkilega að við eigum framtíð saman.“
En hér er vandinn.
„Sonur minn kemur heim eftir mánuð og þó svo að ég hlakki til að sjá hann, þá setur það samband mitt og vinar hans í erfiða stöðu.
Sonur minn gæti lokað á mig og vil ég taka þá áhættu fyrir ástina? Eða á ég að loka á þessa einstöku tengingu?“
„Það er skiljanlegt að þér finnist notalegt og gaman að fá athygli frá þessum unga manni. Sambönd þar sem aldursmunur er mikill geta alveg gengið, en hafðu í huga að þið eruð á allt öðrum stað í lífinu.
Það sem skiptir líka miklu máli er hvaða áhrif þetta mun hafa á son þinn. Honum mun örugglega bregða við að heyra þetta og þykja þetta erfitt, sérstaklega ef vinur hans hefur bara litið á þetta sem tímabundið ævintýri á meðan sonur þinn var í burtu.
Það er auðvelt að gleyma sér í spennunni en það er líka gott að staldra við og spyrja sig: Er þetta í raun eitthvað sem gæti orðið að stöðugu og trausti sambandi til lengri tíma? Ertu tilbúin að taka þá áhættu?“