fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn

Pressan
Föstudaginn 29. ágúst 2025 19:30

Eugene og Leslie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Maryland í Bandaríkjunum hefur dæmt Eugene Gligor, 45 ára karlmann, í 22 ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi árið 2001. Gligor var handtekinn í fyrrasumar og má segja að handtakan hafi komið fyrrverandi unnustu hans á óvart og verið henni mikið áfall.

Það var á maímorgni 2001 sem Leslie Preer mætti ekki til vinnu eins og hún var vön. Yfirmaður hennar fór því heim til hennar til að kanna af hverju Leslie, sem var fimmtug, hefði ekki mætt til vinnu.

Þegar hún kom í fjölbýlishúsið, þar sem Leslie bjó, sá hún blóð í stigaganginum og hafði því samband við lögregluna sem kom fljótlega á vettvang.

Þegar lögreglumenn fóru inn í íbúð Leslie fundu þeir hana látna og var hún með fjölda áverka á líkamanum. Það var því augljóst að um morð var að ræða. En rannsóknin skilaði ekki miklum árangri og eftir því sem árin liðu dró lögreglan úr rannsóknaraðgerðum sínum og að lokum endaði málið í flokki svokallaðra „kaldra mála“. Það hjálpaði lögreglunni lítt að DNA hafði fundist á morðvettvanginum.

En á síðustu árum hefur mikil þróun átt sér stað í rannsóknum á DNA í sakamálum og fyrir þremur árum árum var málið tekið upp úr skúffu og eftir skoðun var ákveðið að senda blóð, sem fannst á morðvettvangi, til rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í ættfræðirannsóknum út frá erfðafræðilegum gögnum.

Rannsóknaraðferðin gengur út á að leitað er að svörun við fyrirliggjandi DNA í hinum ýmsu gagnagrunnum. Með þessu er oft hægt að þrengja hringinn og nálgast gerandann.

Í tengslum við rannsóknina aflaði lögreglan sér DNA úr fyrrgreindum Eugene sem var fyrrverandi tengdasonur Leslie. Erfðaefni hans var borið saman við DNA sem fannst á morðvettvanginum og í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Eugene var handtekinn í fyrrasumar og er dómur nú loks fallinn.

„Það sem kom fyrir hana var skelfilegt,” sagði dómarinn í málinu, David Lease, þegar dómurinn var kveðinn upp. Eugene var í ástarsambandi með dóttur Leslie, Lauren Peer, þegar þau voru unglingar en þau ólust upp í sama hverfi og þekktust fjölskyldur þeirra vel.

Þegar skýrt var frá handtökunni í fjölmiðlum í fyrra ræddi FOX5 við Lauren Peer, dóttur Leslie, og var henni mjög brugðið. „Þetta hefur verið hryllilegur dagur. Hann var kærastinn minn,“ sagði hún.

Eugene sagðist ekki geta gefið neinar skýringar á glæp sínum þennan örlagaríka dag í maí 2001. Sagðist hann hafa verið verulega ölvaður og undir áhrifum kókaíns þegar hann, af einhverjum ástæðum, réðst á Leslie og varð henni að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds