Harry prins mun á næstu vikum hitta föður sinn, Karl Bretakonungs, augliti til auglitis í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Hertoginn af Sussex mun heimsækja Bretlandseyjar til að styðja við góðgerðarsamtökin WellChild og þar mun hann hitta Karl og eiga með honum fund í kjölfarið.
Breskir miðlar greina frá þessu og hafa eftir sérfræðingum að möguleiki sé á að feðgarnir muni ná sáttum, eitthvað sem virtist litlar líkur á fyrir nokkrum mánuðum. Í júlí var greint frá því að fulltrúar feðganna hefðu hist á fundi til að hefja „friðarviðræður“ og þær hafa nú borið þennan ávöxt. Um sé að ræða fyrsta skrefið í átt að því að laga samband feðganna.
Ljóst er að aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar, sem margir verið í öngum sínum yfir deilunum, munu kætast við þessi tíðindi. Skuggahliðin er hins vegar sú að Vilhjálmur Bretaprins, bróðir Harry, afþakkaði boð um að hitta bróður sinn og því er ekki von á sáttum þeirra á milli í bráð. Hafa aðilar innan konungsfjölskyldunnar verulega áhyggjur af því að sambandi þeirra verði hreinilega ekki bjargað.