Könnunin fór fram 18. til 25. ágúst og voru svarendur 1.029 talsins. Var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskinu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu og voru svarendur 18 ára og eldri með búsetu í Reykjavík.
Samkvæmt niðurstöðunum segjast um 45% vera óánægð með störf borgarstjóra, 36 prósent voru þar á milli og svöruðu „í meðallagi“ þegar spurt var hversu ánægður eða óánægður viðkomandi væri með störf Heiðu Bjargar.
Síðast þegar spurningin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sögðust 20% vera ánægð með störf hennar en 40% óánægð.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er sá fulltrúi sem fólki þykir hafa staðið sig best. 24% nefndu hana en 17% nefndu Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon, Einar Þorsteinsson og Alexandra Briem komu þar á eftir.