The Cut fjallar um hnefaleikakappa sem vill snúa aftur í hringinn en þarf að léttast mikið á stuttum tíma. Bloom, 48 ára, fer með aðalhlutverkið.
Hann sagði í morgunþættinum This Morning fyrr í vikunni að hann hafi upplifað ofsóknaræði í kjölfar þyngdartapsins, en hann borðaði aðeins túnfisk og gúrku til að léttast.
„Ég var bara búinn á því,“ sagði hann og bætti við að hann hafi verið með enga orku, hvorki líkamlega né andlega.
„Það var hræðilegt að vera í kringum mig á þessum tíma, ég var svo fúll og svangur.“
Bloom sagði að hann hafi fengið ágengar hugsanir (e. intrusive thoughts) og ofsóknaræði eftir að þjálfarinn hans fækkaði máltíðum hans úr þremur í tvær á dag.
„Allt í einu var búið að taka allan matinn frá mér og próteinduftið var það síðasta. Ég var alveg: „Nei! Ekki taka það.“ Og síðan var ég bara að borða túnfisk og gúrku síðustu þrjár vikurnar.“
Bloom sagðist alls ekki mæla með þessu mataræði.
Myndin kemur út í september, horfðu á stikluna hér að neðan.