Það var þann 7. nóvember 1992 að morðæði rann á Curtis. Myrti hann barnsmóður sína, konu að nafni Valerie Davis, móður hennar Mary Lubin og mann að nafni Johnnie Lee sem var á þessum tíma kærasti Valerie.
Johnnie þessi er sagður hafa skuldað Curtis 2.000 dollara og hafði Curtis gengið illa að innheimta skuldina. Keypti hann sér skotvopn í verslun Walmart áður en hann leitaði Johnnie uppi og skaut hann til bana.
Því næst fór hann heim til Johnnie og hitti þar fyrir kærustu hans og barnsmóður sína, Valerie, sem hann skaut til bana.
Móðir hennar, Mary, hlaut sömu örlög þegar hún kom að heimili dóttur sinnar eftir að hún frétti af skotárásinni. Hann skaut svo fjórða einstaklinginn sem særðist alvarlega.
Verjendur Windom reyndu að fá aftökunni frestað en án árangurs.
Fyrir árið 2025 höfðu mest átta verið teknir af lífi í Flórída á einu ári síðan dauðarefsing var tekin aftur upp í Bandaríkjunum árið 1976. Sem fyrr segir hafa ellefu verið teknir af lífi á þessu ári og eru fleiri fyrirhugaðar á næstu vikum.