fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Fangi á dauðadeild tekinn af lífi 33 árum eftir skelfilegan glæp

Pressan
Föstudaginn 29. ágúst 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curtis Windom, 59 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi. Curtis þessi var dæmdur til dauða fyrir þrjú morð sem hann framdi árið 1992. Þetta var ellefta aftakan í Flórída á þessu ári og sú þrítugasta í Bandaríkjunum.

Það var þann 7. nóvember 1992 að morðæði rann á Curtis. Myrti hann barnsmóður sína, konu að nafni Valerie Davis, móður hennar Mary Lubin og mann að nafni Johnnie Lee sem var á þessum tíma kærasti Valerie.

Johnnie þessi er sagður hafa skuldað Curtis 2.000 dollara og hafði Curtis gengið illa að innheimta skuldina. Keypti hann sér skotvopn í verslun Walmart áður en hann leitaði Johnnie uppi og skaut hann til bana.

Því næst fór hann heim til Johnnie og hitti þar fyrir kærustu hans og barnsmóður sína, Valerie, sem hann skaut til bana.

Móðir hennar, Mary, hlaut sömu örlög þegar hún kom að heimili dóttur sinnar eftir að hún frétti af skotárásinni. Hann skaut svo fjórða einstaklinginn sem særðist alvarlega.

Verjendur Windom reyndu að fá aftökunni frestað en án árangurs.

Fyrir árið 2025 höfðu mest átta verið teknir af lífi í Flórída á einu ári síðan dauðarefsing var tekin aftur upp í Bandaríkjunum árið 1976. Sem fyrr segir hafa ellefu verið teknir af lífi á þessu ári og eru fleiri fyrirhugaðar á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Í gær

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu