fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 08:00

Mynd: Velfag.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu og þá hefur níu starfsmönnum til viðbótar verið sagt upp störfum.

Þetta staðfestir Ivan Nicolao Kaufmann, meirihlutaeigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Fjallað var um málefni fyrirtækisins í Morgunblaðinu í gær en þar gagnrýndi Kaufmann Arion banka og utanríkisráðuneytið harðlega.

Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun hátæknilausna fyrir sjávarútveg og sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að fyrirtækið hefði sætt þvingunum sem eru hluti af samræmdum aðgerðum Íslands, Noregs og ESB gegn rússneskum fyrirtækjum. Fyrrverandi eigandi Vélfags, fyrirtækið Norebo, er talinn tengjast skuggaflota Rússa sem sakaður hefur verið um skemmdarverk á vestrænum innviðum.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Vélfag standi frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda vegna þessara þvingana. Segir Kaufmann að Norebo hafi hvorki tengsl við né nokkra aðkomu að rekstri Vélfags.

Hann segir að Arion banki og utanríkisráðuneyti Íslands hafi sýnt lítinn sveigjanleika í málinu og skorti skilning á alþjóðlegum viðskiptum og reglum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf