fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 08:00

Mynd: Velfag.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu og þá hefur níu starfsmönnum til viðbótar verið sagt upp störfum.

Þetta staðfestir Ivan Nicolao Kaufmann, meirihlutaeigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Fjallað var um málefni fyrirtækisins í Morgunblaðinu í gær en þar gagnrýndi Kaufmann Arion banka og utanríkisráðuneytið harðlega.

Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun hátæknilausna fyrir sjávarútveg og sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að fyrirtækið hefði sætt þvingunum sem eru hluti af samræmdum aðgerðum Íslands, Noregs og ESB gegn rússneskum fyrirtækjum. Fyrrverandi eigandi Vélfags, fyrirtækið Norebo, er talinn tengjast skuggaflota Rússa sem sakaður hefur verið um skemmdarverk á vestrænum innviðum.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Vélfag standi frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda vegna þessara þvingana. Segir Kaufmann að Norebo hafi hvorki tengsl við né nokkra aðkomu að rekstri Vélfags.

Hann segir að Arion banki og utanríkisráðuneyti Íslands hafi sýnt lítinn sveigjanleika í málinu og skorti skilning á alþjóðlegum viðskiptum og reglum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“