Um er að ræða ræktarleggings, sem hafa lengi verið vinsælar, en vinsældir hafa dvínað undanfarin ár og er það talið vera merki að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni ef þú klæðist þeim. News.com.au greinir frá.
„Þegar litið er á vöruúrval buxna hjá íþróttavörumerkjum má sjá að síðastliðin þrjú ár hefur orðið verulegur samdráttur í sölu á leggings,“ sagði Krista Corrigan, aðalgreiningarsérfræðingur Edited.
Fleiri miðlar hafa greint frá því að leggings séu ekki lengur „töff“, eins og New York Times, Wall Street Journal og Business of Fashion.
Þannig hverju eru þá konur að klæðast í ræktina? Miðað við hvað Z-kynslóðin svokallaða segir þá er í tísku að klæðast magabolum og víðum íþróttabuxum eða buxum með beinu sniði. Líka buxur sem kallast á ensku „parachute pants“, eða þá fallhífarbuxur.
En ekki örvænta. Áhrifavaldurinn sem heldur úti síðunni Sweats and The City segir að við munum alltaf sjá leggings í ræktinni, það sé bara skothelt og þægilegt. Svo má ekki gleyma því að tískan fer sífellt í hringi.